|
Sunnudagur og ég var að vakna. Klukkan er bara ellefu, en ég get ekki sofið lengur. Vaknaði með eina setningu í huganum sem ég varð að skrifa niður.
Til hvers að vakna ef draumurinn er betri en veruleikinn?
Ég segi nú bara svona þótt þetta kunni að hljóma þunglyndislega. Sunnudagar eru læridagar og engin undantekning hjá mér. Reyndar lærði ég líka í gær. Ég las og las og las og fór svo í barnaafmæli. Lillemann á 3 ára afmæli á morgun. Öll fjölskyldan var þarna í litlu í búðinni hennar systu. Ég hélt á tímabili að gólfið ætlaði niður!!!
Bassafrændinn var með einhverja stæla og vill ekki syngja dúett með mér á tónleikunum. Lagið sem söngkennarinn minn valdi er víst barítóns-lag. Er einhver barítónn þarna úti sem vill taka lagið með mér? ; ) ég þarf víst að halda áfram að lesa og lesa og lesa. Svo er ég að fara að horfa á Oklahoma. Undirleikarinn minn ráðlagði mér það til að lifa mig betur inn í lagið (out of my dreams) svo ég leigði hana bara. Hvað? ég er að læra heima!!!! Verslógellan ætlar kannski að koma og horfa með mér og hver sem vill má líka koma. Hún kom reyndar líka í gærkveldi og við skröfluðum. Hún vann mig, með naumindum, þó.
Jæja, sjáumst!!! :P
skrifað af Runa Vala
kl: 11:06
|
|
|